Engar ruslatunnur í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 19:33 Ruslatunnurnar verða fluttar í Reykjanesbæ yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki út á haf. Vísir Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira