„Þetta var mjög skrýtin stemning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:39 Laura Sólveig Lefort Scheefer er fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29. Laura Sólveig Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan. Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12
Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22
Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55