Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar 24. nóvember 2024 13:17 Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra kynnti áætlanir um uppbyggingu nýs öryggisfangelsins í landi Stóra Hrauns við Eyrarbakka. Nýja fangelsið á að geta tekið við um 128 föngum þegar það er fullbyggt, með möguleika á stækkun til framtíðar. Í dag geta verið allt að 80 fangar á Litla Hrauni í húsnæði sem komið er í viðhaldsþörf. Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Áætlað er að byggja fangelsið upp á næstu fjórum árum og taka það í notkun á árinu 2028. Vonandi ganga þau áform eftir enda um stóra fjárfestingu að ræða fyrir samfélagið okkar. Fram kom á kynningunni að um væri að ræða nútíma öryggisfangelsi sem yrði byggt upp að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Selfossbrú mun rísa Það létti hjá mörgum þegar undirritun fór fram um byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá í golfskálanum á Selfossi. Verkefni sem hefur tafist óþarflega mikið en fögnum því að loksins sé komið að framkvæmdum. Strax í framhaldinu tók Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra fyrstu skóflustunguna að brúnni sem áætlað er að verði tilbúin árið 2028. Brúin verður byggð af ÞG verktökum og hefur verið nefnd “Selfossbrúin” af heimafólki. Finnst það nafn falla vel að verkefninu sem felur bæði í sér uppbyggingu brúarinnar og tengivega báðu megin árinnar. Selfossbrú séð frá núverandi Ölfusárbrú.Örn Óskarsson Selfossbrúin verður mikil samgöngubót við Selfoss þar sem ófáir kannast við langar raðir eftir Suðurlandsvegi í dag til að komast yfir núverandi brú í austur eða vesturátt. Íbúar og gestir sem vilja nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem er á svæðinu, geta þá vonandi átt greiðari leið um gömlu brúnna. Þessi verkefni ásamt fleirum á Suðurlandi eru mikil lyftistöng fyrir samfélagið og sýna þá miklu uppbyggingu sem er í gangi á svæðinu. Hvort sem um er að ræða samgöngur, orkumál, íbúðauppbyggingu eða aðra atvinnustarfsemi þá er hugur í Sunnlendingum að halda áfram og efla svæðið enn frekar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Samgöngur Fangelsismál Byggðamál Ný Ölfusárbrú Bragi Bjarnason Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra kynnti áætlanir um uppbyggingu nýs öryggisfangelsins í landi Stóra Hrauns við Eyrarbakka. Nýja fangelsið á að geta tekið við um 128 föngum þegar það er fullbyggt, með möguleika á stækkun til framtíðar. Í dag geta verið allt að 80 fangar á Litla Hrauni í húsnæði sem komið er í viðhaldsþörf. Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Áætlað er að byggja fangelsið upp á næstu fjórum árum og taka það í notkun á árinu 2028. Vonandi ganga þau áform eftir enda um stóra fjárfestingu að ræða fyrir samfélagið okkar. Fram kom á kynningunni að um væri að ræða nútíma öryggisfangelsi sem yrði byggt upp að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Selfossbrú mun rísa Það létti hjá mörgum þegar undirritun fór fram um byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá í golfskálanum á Selfossi. Verkefni sem hefur tafist óþarflega mikið en fögnum því að loksins sé komið að framkvæmdum. Strax í framhaldinu tók Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra fyrstu skóflustunguna að brúnni sem áætlað er að verði tilbúin árið 2028. Brúin verður byggð af ÞG verktökum og hefur verið nefnd “Selfossbrúin” af heimafólki. Finnst það nafn falla vel að verkefninu sem felur bæði í sér uppbyggingu brúarinnar og tengivega báðu megin árinnar. Selfossbrú séð frá núverandi Ölfusárbrú.Örn Óskarsson Selfossbrúin verður mikil samgöngubót við Selfoss þar sem ófáir kannast við langar raðir eftir Suðurlandsvegi í dag til að komast yfir núverandi brú í austur eða vesturátt. Íbúar og gestir sem vilja nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem er á svæðinu, geta þá vonandi átt greiðari leið um gömlu brúnna. Þessi verkefni ásamt fleirum á Suðurlandi eru mikil lyftistöng fyrir samfélagið og sýna þá miklu uppbyggingu sem er í gangi á svæðinu. Hvort sem um er að ræða samgöngur, orkumál, íbúðauppbyggingu eða aðra atvinnustarfsemi þá er hugur í Sunnlendingum að halda áfram og efla svæðið enn frekar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar