Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:00 Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar