Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:00 Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar