Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:33 Samvinna fyrir börnin okkar Farsældarlögin eru stórt framfaraskref þegar kemur að því að tryggja velferð barna á Íslandi. Lögin byggja á þeirri grundvallarforsendu að allir sem vinna með og fyrir börn – hvort sem það eru skólar, heimili, frístundastarf, heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta – vinni saman að farsæld þeirra. Markmiðið er að koma auga á og bregðast við aðstæðum barna áður en vandamál verða of flókin. Þetta kallar á samstillt átak allra hlekkja farsældarkeðjunnar – frá heimilum til skóla, frístundastarfs og samfélagsins í heild. Í þessu samhengi gegnir forvarnarstarf lykilhlutverki. Með því að vinna saman að forvörnum getum við tryggt börnum okkar öruggara og heilbrigðara umhverfi til að vaxa og þroskast. Íþróttir og frístundastarf Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi veitir börnum tækifæri til að efla félagsleg tengsl og þróa hæfileika sína. Þjálfarar og leiðbeinendur gegna þar lykilhlutverki, því þeim er ætlað að veita stuðning og leiðsögn á uppbyggilegan hátt þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín. Farsældarlögin leggja áherslu á að frístundastarf sé mikilvægt til að stuðla að velferð barna. Með því að leggja rækt við íþrótta- og frístundastarf byggjum við sterkara, öruggara og heilbrigðara samfélag og drögum úr áhættuhegðun. Foreldrar og heimilin Grunnur að farsælli framtíð barna hefst heima. Opinská samskipti, byggð á trausti, eru undirstaða heilbrigðs fjölskyldulífs. Á heimilinu mótast viðhorf, gildi og hegðun sem verða ómetanlegt veganesti í lífinu. Börn sem finna að þau geta rætt við foreldra sína um lífsins áskoranir eru ólíklegri til að leita í óæskilegan félagsskap. Farsældarlögin byggja á þeirri forsendu að heimilin séu grundvöllur farsældar. Með því að tryggja að fjölskyldur fái nauðsynlegan stuðning og greiðan aðgang að þjónustu er hægt að styrkja umhverfið sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Foreldrar hafa lykilhlutverk í forvörnum; með því að vera fyrirmyndir og sýna ábyrgð og kærleika styrkjum við börnin okkar og stuðlum að því að þau tileinki sér jákvæð gildi. Menntastofnanir Skólar eru meira en bara kennslustofur, þeir eru vettvangur félags- og tilfinningaþroska og mótunar sjálfstrausts. Starfsfólk skólanna er oft fyrst til að taka eftir ef börn eiga í erfiðleikum og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að styðja þau. Farsældarlögin, sem tryggja aukna samþættingu þjónustu við börn, auðvelda skólastarfi að bregðast snemma við þörfum þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Regluleg samskipti milli heimila og skóla stuðla að því að allir vinni saman að farsæld barna. Hlutverk samfélagsins Samfélagið er sterkur hlekkur í keðju forvarna. Þegar ólíkir aðilar, skólar, íþróttafélög, heilbrigðisþjónusta og fjölskyldur taka höndum saman, sköpum við öruggara og heilbrigðara umhverfi fyrir börn. Farsældarlögin hafa lagt traustan grunn að þessari samvinnu. Með samþættingu þjónustu, sem lögin kveða á um, erum við betur í stakk búin til að mæta þörfum barna strax og tryggja að þau fái stuðning í uppbyggilegu og öruggu umhverfi. Forvarnir snúast um að deila ábyrgð og vinna að sameiginlegu markmiði: að tryggja að börn fái tækifæri til að vaxa og blómstra. Við höfum öll mikilvægu hlutverki að gegna í forvörnum, sem foreldrar, kennarar, leiðbeinendur eða nágrannar. Farsældarlögin eru aðeins fyrsta skrefið á vegferð að betri framtíð fyrir börnin okkar. Með því að setja X við B laugardaginn 30. nóvember styðjum við áframhaldandi vinnu sem tryggir farsæld barna og styrkir samfélagið allt. Höfundur er forvarnarfulltrúi, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Suðurkjördæmi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samvinna fyrir börnin okkar Farsældarlögin eru stórt framfaraskref þegar kemur að því að tryggja velferð barna á Íslandi. Lögin byggja á þeirri grundvallarforsendu að allir sem vinna með og fyrir börn – hvort sem það eru skólar, heimili, frístundastarf, heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta – vinni saman að farsæld þeirra. Markmiðið er að koma auga á og bregðast við aðstæðum barna áður en vandamál verða of flókin. Þetta kallar á samstillt átak allra hlekkja farsældarkeðjunnar – frá heimilum til skóla, frístundastarfs og samfélagsins í heild. Í þessu samhengi gegnir forvarnarstarf lykilhlutverki. Með því að vinna saman að forvörnum getum við tryggt börnum okkar öruggara og heilbrigðara umhverfi til að vaxa og þroskast. Íþróttir og frístundastarf Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi veitir börnum tækifæri til að efla félagsleg tengsl og þróa hæfileika sína. Þjálfarar og leiðbeinendur gegna þar lykilhlutverki, því þeim er ætlað að veita stuðning og leiðsögn á uppbyggilegan hátt þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín. Farsældarlögin leggja áherslu á að frístundastarf sé mikilvægt til að stuðla að velferð barna. Með því að leggja rækt við íþrótta- og frístundastarf byggjum við sterkara, öruggara og heilbrigðara samfélag og drögum úr áhættuhegðun. Foreldrar og heimilin Grunnur að farsælli framtíð barna hefst heima. Opinská samskipti, byggð á trausti, eru undirstaða heilbrigðs fjölskyldulífs. Á heimilinu mótast viðhorf, gildi og hegðun sem verða ómetanlegt veganesti í lífinu. Börn sem finna að þau geta rætt við foreldra sína um lífsins áskoranir eru ólíklegri til að leita í óæskilegan félagsskap. Farsældarlögin byggja á þeirri forsendu að heimilin séu grundvöllur farsældar. Með því að tryggja að fjölskyldur fái nauðsynlegan stuðning og greiðan aðgang að þjónustu er hægt að styrkja umhverfið sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Foreldrar hafa lykilhlutverk í forvörnum; með því að vera fyrirmyndir og sýna ábyrgð og kærleika styrkjum við börnin okkar og stuðlum að því að þau tileinki sér jákvæð gildi. Menntastofnanir Skólar eru meira en bara kennslustofur, þeir eru vettvangur félags- og tilfinningaþroska og mótunar sjálfstrausts. Starfsfólk skólanna er oft fyrst til að taka eftir ef börn eiga í erfiðleikum og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að styðja þau. Farsældarlögin, sem tryggja aukna samþættingu þjónustu við börn, auðvelda skólastarfi að bregðast snemma við þörfum þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Regluleg samskipti milli heimila og skóla stuðla að því að allir vinni saman að farsæld barna. Hlutverk samfélagsins Samfélagið er sterkur hlekkur í keðju forvarna. Þegar ólíkir aðilar, skólar, íþróttafélög, heilbrigðisþjónusta og fjölskyldur taka höndum saman, sköpum við öruggara og heilbrigðara umhverfi fyrir börn. Farsældarlögin hafa lagt traustan grunn að þessari samvinnu. Með samþættingu þjónustu, sem lögin kveða á um, erum við betur í stakk búin til að mæta þörfum barna strax og tryggja að þau fái stuðning í uppbyggilegu og öruggu umhverfi. Forvarnir snúast um að deila ábyrgð og vinna að sameiginlegu markmiði: að tryggja að börn fái tækifæri til að vaxa og blómstra. Við höfum öll mikilvægu hlutverki að gegna í forvörnum, sem foreldrar, kennarar, leiðbeinendur eða nágrannar. Farsældarlögin eru aðeins fyrsta skrefið á vegferð að betri framtíð fyrir börnin okkar. Með því að setja X við B laugardaginn 30. nóvember styðjum við áframhaldandi vinnu sem tryggir farsæld barna og styrkir samfélagið allt. Höfundur er forvarnarfulltrúi, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar