Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar 22. nóvember 2024 07:15 Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun