Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. „Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09