Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar 21. nóvember 2024 14:16 Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar