Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. nóvember 2024 08:46 Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar