Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:59 Ásgeir Jónsson segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni hratt næstu misseri en þó sé óvissa í kortunum. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur segir að verði samið um miklar launahækkanir í yfirstandandi kjarasamningum geti það haft skaðleg áhrif . Vísir Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón. Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón.
Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira