Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:11 Bólusetningar gegn kórónuveirunni fóru meðal annars fram í Laugardalshöll á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Hömlur og höft sem bitnuðu á börnum og ungmennum og aðgerðir sem takmörkuðu félagslíf fólks voru óvinsælustu aðgerðirnar sem gripið var til á Norðurlöndum á tímum kórónuveirufaraldursins. Þá var bann við dvöl í orlofs- og sumarhúsum ósanngjarnasta aðgerðin sem stjórnvöld boðuðu að mati almennings. Hins vegar ríkti almennt gott traust og vilji meðal borgaranna til að samþykkja takmarkanir og höft, þótt takmörk séu fyrir því hvaða inngrip og takmarkanir almenningi þótti ásættanlegt. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér. Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér.
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira