Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Árni Sæberg skrifar 20. nóvember 2024 11:51 Sorpa þarf að öllum líkindum að stofna hlutafélag. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur farið fram á það að hagnaðardrifinn hluti Sorpu verði færður í hlutafélag. Þannig muni ólögmæt ríkisaðstoð í formi undanþágu tekjuskattskyldu falla niður. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi í kjölfar kvörtunar verið með til meðferðar mál sem varðar meinta ólögmæta ríkisaðstoð til Sorpu í formi undanþágu frá tekjuskatti. Sorpa bjóði upp á fjölbreytta þjónustu auk þess að sinna meðhöndlun á heimilisúrgangi. Sorpa reki stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna stöðu sinnar sem samvinnufélag í eigu sveitarfélaga sé Sorpa undanþegin greiðslu tekjuskatts og kvartandi hafi talið það fela í sér röskun á samkeppni. Má ekki lengur samkvæmt EES-samningnum Árið 2023 hafi ESA upplýst íslensk stjórnvöld um bráðabirgðaniðurstöðu sína að undanþága Sorpu frá tekjuskatti fæli í sér „viðvarandi aðstoð“ þar sem ráðstöfunin hefði verið í gildi frá því fyrir gildistöku EES-samningsins. ESA hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að umrædd ríkisaðstoð samrýmdist ekki lengur EES-samningnum og því bæri að afnema hana. Þar sem tekjuskattsundanþágan teldist viðvarandi aðstoð þyrftu íslensk stjórnvöld ekki að endurheimta aðstoð sem veitt hefur verið áður. Hafa til 2027 til að bregðast við Íslensk stjórnvöld hafi fallist á röksemdir ESA og hafi í kjölfarið rætt mögulegar lausnir við ESA. Á grundvelli þeirra úrræða sem íslensk stjórnvald hafi borið undir ESA hafi ESA í ákvörðuninni í dag lagt til nokkrar aðgerðir, þar á meðal að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu færist yfir í hlutafélag sem ber tekjuskatt. Það myndi stuðla að því að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og að farið yrði að EES-rétti. Íslensk stjórnvöld hafi nú einn mánuð til að tilkynna ESA hvort þau samþykki umræddar aðgerðir. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar geti ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Verði aðgerðirnar samþykktar þurfi að hrinda þeim í framkvæmd fyrir 1. janúar 2027. Sorpa Sorphirða Evrópusambandið Skattar og tollar EFTA Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi í kjölfar kvörtunar verið með til meðferðar mál sem varðar meinta ólögmæta ríkisaðstoð til Sorpu í formi undanþágu frá tekjuskatti. Sorpa bjóði upp á fjölbreytta þjónustu auk þess að sinna meðhöndlun á heimilisúrgangi. Sorpa reki stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna stöðu sinnar sem samvinnufélag í eigu sveitarfélaga sé Sorpa undanþegin greiðslu tekjuskatts og kvartandi hafi talið það fela í sér röskun á samkeppni. Má ekki lengur samkvæmt EES-samningnum Árið 2023 hafi ESA upplýst íslensk stjórnvöld um bráðabirgðaniðurstöðu sína að undanþága Sorpu frá tekjuskatti fæli í sér „viðvarandi aðstoð“ þar sem ráðstöfunin hefði verið í gildi frá því fyrir gildistöku EES-samningsins. ESA hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að umrædd ríkisaðstoð samrýmdist ekki lengur EES-samningnum og því bæri að afnema hana. Þar sem tekjuskattsundanþágan teldist viðvarandi aðstoð þyrftu íslensk stjórnvöld ekki að endurheimta aðstoð sem veitt hefur verið áður. Hafa til 2027 til að bregðast við Íslensk stjórnvöld hafi fallist á röksemdir ESA og hafi í kjölfarið rætt mögulegar lausnir við ESA. Á grundvelli þeirra úrræða sem íslensk stjórnvald hafi borið undir ESA hafi ESA í ákvörðuninni í dag lagt til nokkrar aðgerðir, þar á meðal að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu færist yfir í hlutafélag sem ber tekjuskatt. Það myndi stuðla að því að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og að farið yrði að EES-rétti. Íslensk stjórnvöld hafi nú einn mánuð til að tilkynna ESA hvort þau samþykki umræddar aðgerðir. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar geti ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Verði aðgerðirnar samþykktar þurfi að hrinda þeim í framkvæmd fyrir 1. janúar 2027.
Sorpa Sorphirða Evrópusambandið Skattar og tollar EFTA Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira