Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 10:27 Íbúar Múlaþings geta bráðlega ferðast ókeypis með strætó til Egilsstaðaflugvallar. Sumir voru ósáttir við að þurfa að greiða fyrir bílastæði þar. Vísir/Jóhann K. Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári. Nýja stoppistöðin við flugvöllinn verður ekki eina breytingin sem verður gerð á akstursleið strætó á milli Egilsstaða og Fellabæjar með samþykkt ráðsins. Í fundargerð kemur fram að fækka þurfi stoppum á móti til þess að akstursáætlunin haldi. Ekki var tekið fram hverri þeirra nítján stoppistöðva sem nú er á áætluninni verði fórnað fyrir flugvallarstöðina. Ungmennaráð Múlaþings lagði til í umsögn að skoðað yrði að taka út stöðina við fjölnotahúsið í Fellabæ vegna þess hversu óhentug hún væri, sérstaklega á veturna. Þá lagði það til að hafa tvær stoppistöðvar í Fellabæ, aðra þeirra fyrir neðan Fellavöll en hina fyrir ofan Fellaskóla. Í staðinn yrði stoppistöð við bensínstöð í Fellabæ fjarlægð. Dótturfélag Isavia sem rekur innanlandsflugvelli hóf gjaldtöku á bílastæðum við þrjá flugvelli í sumar, þar á meðal Egilsstaðaflugvöll. Einn Austurlendingur var svo óánægður með þá breytingu að hann stofnaði Facebook-hóp til þess að fólk gæti óskað eftir að boðið að skutla til eða frá flugvellinum, gagngert til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöldin. Fleiri en sjö hundruð manns eru nú í hópnum. Strætóferðir eru gjaldfrjálsar í Múlaþingi. Fréttir af flugi Múlaþing Strætó Bílar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Nýja stoppistöðin við flugvöllinn verður ekki eina breytingin sem verður gerð á akstursleið strætó á milli Egilsstaða og Fellabæjar með samþykkt ráðsins. Í fundargerð kemur fram að fækka þurfi stoppum á móti til þess að akstursáætlunin haldi. Ekki var tekið fram hverri þeirra nítján stoppistöðva sem nú er á áætluninni verði fórnað fyrir flugvallarstöðina. Ungmennaráð Múlaþings lagði til í umsögn að skoðað yrði að taka út stöðina við fjölnotahúsið í Fellabæ vegna þess hversu óhentug hún væri, sérstaklega á veturna. Þá lagði það til að hafa tvær stoppistöðvar í Fellabæ, aðra þeirra fyrir neðan Fellavöll en hina fyrir ofan Fellaskóla. Í staðinn yrði stoppistöð við bensínstöð í Fellabæ fjarlægð. Dótturfélag Isavia sem rekur innanlandsflugvelli hóf gjaldtöku á bílastæðum við þrjá flugvelli í sumar, þar á meðal Egilsstaðaflugvöll. Einn Austurlendingur var svo óánægður með þá breytingu að hann stofnaði Facebook-hóp til þess að fólk gæti óskað eftir að boðið að skutla til eða frá flugvellinum, gagngert til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöldin. Fleiri en sjö hundruð manns eru nú í hópnum. Strætóferðir eru gjaldfrjálsar í Múlaþingi.
Fréttir af flugi Múlaþing Strætó Bílar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira