Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 08:15 Forystumenn Viðreisnar hafa greinilega áttað sig á þeim veruleika að áherzla á Evrópusambandið skilar ekki mörgum atkvæðum heldur þvert á móti. Það er engin tilviljun að fylgi flokksins hefur aukizt miðað við niðurstöður skoðanakannana að undanförnu samhliða því sem fulltrúar hans hafa nánast hætt að tala um sambandið. Rétt eins og gerðist í tilfelli Samfylkingarinnar fyrir um tveimur árum síðan. Frambjóðendur Viðreisnar hafa þannig á undanförnum ljóslega forðast það nánast eins og heitan eldinn að minnast á Evrópusambandið og varla rætt það nema að frumkvæði annarra. Aðallega fjölmiðla. Fyrir ekki alls löngu og allt frá stofnun flokksins fram að því var varla minnzt til að mynda á efnahagsmál án þess að tengja það við sambandið og evruna sem átti að leysa svo gott sem allt. Ekki aðeins efnahagsmálin. Hins vegar hefur stefna Viðreisnar vitanlega ekki breytzt enda er ekki einungis um að ræða meginstefnumál flokksins, sem önnur stefnumál hans taka meira eða minna mið af, heldur það mál sem hann var beinlínis stofnaður í kringum. Enda hafa forystumennirnir viðurkennt þegar gengið hefur verið á þá að Viðreisn muni gera inngöngu í Evrópusambandið að skilyrði í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ófrávíkjanlegt skilyrði Til að mynda játaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, því aðspurð í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi að skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið yrði úrslitaatriði af hálfu flokksins í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Það tók þó fréttamanninn nokkrar tilraunir til þess að fá afdráttarlaust svar í þeim efnum eftir að hún hafði ítrekað reynt að koma sér undan því. Hið sama gerði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, aðspurður á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn hvort málið yrði skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Staðfesti hann að sú yrði raunin. Sagði Guðbrandur að um yrði þannig að ræða ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi af hálfu Viðreisnar að stefnt yrði á nýjan leik að því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Vert er að rifja upp að síðasta sumar gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna, sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, fer fyrir, þar sem meðal annars var spurt að því hvort fólk væri líklegt til þess að kjósa flokka hlynnta inngöngu í Evrópusambandið eða þjóðaratkvæði í þeim efnum. Sá hluti könnunarinnar var þó aldrei birtur. Væntanlega ollu niðurstöðurnar miklum vonbrigðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Forystumenn Viðreisnar hafa greinilega áttað sig á þeim veruleika að áherzla á Evrópusambandið skilar ekki mörgum atkvæðum heldur þvert á móti. Það er engin tilviljun að fylgi flokksins hefur aukizt miðað við niðurstöður skoðanakannana að undanförnu samhliða því sem fulltrúar hans hafa nánast hætt að tala um sambandið. Rétt eins og gerðist í tilfelli Samfylkingarinnar fyrir um tveimur árum síðan. Frambjóðendur Viðreisnar hafa þannig á undanförnum ljóslega forðast það nánast eins og heitan eldinn að minnast á Evrópusambandið og varla rætt það nema að frumkvæði annarra. Aðallega fjölmiðla. Fyrir ekki alls löngu og allt frá stofnun flokksins fram að því var varla minnzt til að mynda á efnahagsmál án þess að tengja það við sambandið og evruna sem átti að leysa svo gott sem allt. Ekki aðeins efnahagsmálin. Hins vegar hefur stefna Viðreisnar vitanlega ekki breytzt enda er ekki einungis um að ræða meginstefnumál flokksins, sem önnur stefnumál hans taka meira eða minna mið af, heldur það mál sem hann var beinlínis stofnaður í kringum. Enda hafa forystumennirnir viðurkennt þegar gengið hefur verið á þá að Viðreisn muni gera inngöngu í Evrópusambandið að skilyrði í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ófrávíkjanlegt skilyrði Til að mynda játaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, því aðspurð í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi að skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið yrði úrslitaatriði af hálfu flokksins í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Það tók þó fréttamanninn nokkrar tilraunir til þess að fá afdráttarlaust svar í þeim efnum eftir að hún hafði ítrekað reynt að koma sér undan því. Hið sama gerði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, aðspurður á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn hvort málið yrði skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Staðfesti hann að sú yrði raunin. Sagði Guðbrandur að um yrði þannig að ræða ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi af hálfu Viðreisnar að stefnt yrði á nýjan leik að því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Vert er að rifja upp að síðasta sumar gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna, sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, fer fyrir, þar sem meðal annars var spurt að því hvort fólk væri líklegt til þess að kjósa flokka hlynnta inngöngu í Evrópusambandið eða þjóðaratkvæði í þeim efnum. Sá hluti könnunarinnar var þó aldrei birtur. Væntanlega ollu niðurstöðurnar miklum vonbrigðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun