Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:17 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun