Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar 18. nóvember 2024 22:46 Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Meðferðarheimili Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun