Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2024 21:43 Verksamningur verður undirritaður í golfskálanum við Selfoss á miðvikudag og fyrsta skóflustunga tekin strax á eftir. Vegagerðin Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Vegagerðin hyggst skrifa undir verksamning við ÞG-verk í Golfskálanum á Selfossi á miðvikudag og þá á strax að taka fyrstu skóflustungu. Verkið er hins vegar í alútboði þannig að verktakinn þarf fyrst að hanna brúna og vegtengingar áður en brúarsmíðin getur farið á fullt. Verktakinn, Þorvaldur Gissurarson, sagði í samtali við fréttastofu að jarðvegsvinna hæfist ekki fyrr en undir næsta vor og sjálf brúarsmíðin sennilega ekki fyrr en haustið 2025. Einhver jarðvegssýni yrðu þó tekin fljótlega. Svo virðist sem mönnum liggi samt á að taka fyrstu skóflustungu. Þannig hyggst innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sjálfur taka hana á miðvikudag, tíu dögum fyrir alþingiskosningar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er áformað að ráðherrann setjist upp í stóra gröfu og taki fyrstu skóflustunguna. Rifja má upp að fyrir síðustu kosningar lofaði hann því að brúin yrði tilbúin annaðhvort síðla árs 2023 eða á árinu 2024, sem augljóslega næst ekki. Núna er gert ráð fyrir að brúin verði tilbúin eftir tæp fjögur ár og að umferð verði hleypt á hana haustið 2028. Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Ölfus Flóahreppur Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Vegagerðin hyggst skrifa undir verksamning við ÞG-verk í Golfskálanum á Selfossi á miðvikudag og þá á strax að taka fyrstu skóflustungu. Verkið er hins vegar í alútboði þannig að verktakinn þarf fyrst að hanna brúna og vegtengingar áður en brúarsmíðin getur farið á fullt. Verktakinn, Þorvaldur Gissurarson, sagði í samtali við fréttastofu að jarðvegsvinna hæfist ekki fyrr en undir næsta vor og sjálf brúarsmíðin sennilega ekki fyrr en haustið 2025. Einhver jarðvegssýni yrðu þó tekin fljótlega. Svo virðist sem mönnum liggi samt á að taka fyrstu skóflustungu. Þannig hyggst innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sjálfur taka hana á miðvikudag, tíu dögum fyrir alþingiskosningar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er áformað að ráðherrann setjist upp í stóra gröfu og taki fyrstu skóflustunguna. Rifja má upp að fyrir síðustu kosningar lofaði hann því að brúin yrði tilbúin annaðhvort síðla árs 2023 eða á árinu 2024, sem augljóslega næst ekki. Núna er gert ráð fyrir að brúin verði tilbúin eftir tæp fjögur ár og að umferð verði hleypt á hana haustið 2028.
Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Ölfus Flóahreppur Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44
Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18