Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson og Gunnar Sær Ragnarsson skrifa 18. nóvember 2024 11:32 Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun