Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar 18. nóvember 2024 09:32 Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun