Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar 18. nóvember 2024 09:16 Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar