Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar 17. nóvember 2024 20:01 Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun