Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. nóvember 2024 11:09 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús, segir bruna í varphúsi búsins vera mikið áfall en nú sé bara að bretta upp ermar. Framkvæmdastjóri Nesbús segir eldsvoða sem kviknaði í varphúsi eggjabúsins í nótt vera mikið áfall. Erfitt sé að meta tjónið en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Betur fór þó en á horfðist þökk sé brunavörnum og starfi slökkviliðs. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira