Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 13:15 Hildur Guðnadóttir, Benedikt Erlingsson og Aníta Briem eru meðal þeirra sem rita nafn sitt undir áskorunina. Vísir Fagfólk í kvikmyndagerð skorar á Alþingi að bregðast við slæmri stöðu Kvikmyndasjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að sjóðurinn hafi verið skorinn mikið niður á undanförnum árum. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður sjóðurinn árið 2025 á sama stað og hann var árið 2006. Þessi afturför er þegar farinn að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu íslenskra kvikmynda,“ segir í tilkynningunni. Þar er lagt til að 500 milljónir verði færðar úr endurgreiðslu og inn í Kvikmyndasjóð. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Hildur Guðnadóttir, Aníta Briem, Nína Dögg Filippusdóttir og Benedikt Erlingsson. „Fjárlög gera ráð fyrir að endurgreiðslur vegna kvikmynda verði 6 milljarðar á næsta ári. Sú tala er áætlun og ef endurgreiðslurnar verða minni er skaðlaust að færa fjármuni af þeim lið yfir í Kvikmyndasjóð þar sem þeir munu skila góðum arði.“ Segir kvikmyndagerðarfólk að fari það svo að erlend umsvif í kvikmyndaframleiðslu verði meiri en fjárlög geri ráð fyrir þrufi ríkisstjórnin að leggja fram fjáraukalög til að stoppa í gatið. Það hafi oft verið gert enda áhættulaust því ríkissjóður verði þá þegar búinn að fá allar greiddar tekjur af þessari framleiðslu, sem séu meiri en endurgreiðslan svo skaðinn er enginn. „Þessi tillaga er lögð fram til þess að leysa fjárhagsvanda Kvikmyndasjóðs fyrir árið 2025 en um leið köllum við eftir aðgerðum svo hægt verði að byggja upp sjóðinn til framtíðar þannig að þessi afleita staða komi ekki upp aftur. Undir meðfylgjandi áskorun til þín hafa, á nokkrum dögum, skrifað 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð á Íslandi.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Bíó og sjónvarp Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður sjóðurinn árið 2025 á sama stað og hann var árið 2006. Þessi afturför er þegar farinn að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu íslenskra kvikmynda,“ segir í tilkynningunni. Þar er lagt til að 500 milljónir verði færðar úr endurgreiðslu og inn í Kvikmyndasjóð. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Hildur Guðnadóttir, Aníta Briem, Nína Dögg Filippusdóttir og Benedikt Erlingsson. „Fjárlög gera ráð fyrir að endurgreiðslur vegna kvikmynda verði 6 milljarðar á næsta ári. Sú tala er áætlun og ef endurgreiðslurnar verða minni er skaðlaust að færa fjármuni af þeim lið yfir í Kvikmyndasjóð þar sem þeir munu skila góðum arði.“ Segir kvikmyndagerðarfólk að fari það svo að erlend umsvif í kvikmyndaframleiðslu verði meiri en fjárlög geri ráð fyrir þrufi ríkisstjórnin að leggja fram fjáraukalög til að stoppa í gatið. Það hafi oft verið gert enda áhættulaust því ríkissjóður verði þá þegar búinn að fá allar greiddar tekjur af þessari framleiðslu, sem séu meiri en endurgreiðslan svo skaðinn er enginn. „Þessi tillaga er lögð fram til þess að leysa fjárhagsvanda Kvikmyndasjóðs fyrir árið 2025 en um leið köllum við eftir aðgerðum svo hægt verði að byggja upp sjóðinn til framtíðar þannig að þessi afleita staða komi ekki upp aftur. Undir meðfylgjandi áskorun til þín hafa, á nokkrum dögum, skrifað 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð á Íslandi.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Bíó og sjónvarp Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira