Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:46 Welby við krýningu Karls III. Getty/Aaron Chown Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira