Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar 13. nóvember 2024 09:15 Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna. Verkföll lækna eru yfirvofandi og staðan grafalvarleg. Læknar hafa árum saman talað fyrir lausnum sem bætt gætu stöðuna í heilbrigðisþjónustunni. Þessar ábendingar hafa margar fengið hlustun og skilning en úrbæturnar ganga mun hægar en hratt vaxandi vandi kerfisins. Þessi vandi helgast af mörgu, m.a. mjög hraðri fjölgun íbúa landsins og fjölgun í elstu aldurshópunum, sem er úr öllum takti við fjölda sérfræðilækna og uppbyggingu innviða kerfisins. Stöðugildum sérfræðilækna á Landspítalanum hefur t.a.m. heldur fækkað á undanförnum árum og sérfræðingum á stofu fækkaði einnig, þar til alveg nýlega þegar Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu loksins samninga við síðarnefnda hópinn. Heimilislæknar þyrftu að vera helmingi fleiri en þeir eru í dag til að læknamönnun heilsugæslunnar teljist fullnægjandi, sem veldur enn meira álagi m.a. á bráðamóttökuna, þann stað kerfisins sem ekki getur sett ásókninni nein mörk þegar aðra innviði skortir, jafnvel þótt taka þurfi sjúkrabílabílskúrinn undir sjúklinga því gangarnir og biðstofurnar eru stappaðar. Ef heilbrigðiskerfið væri leikskóli væri löngu búið að loka honum. Hvaða foreldri myndi t.d. sætta sig við að barn sem misst hefur þvag og hægðir í buxurnar væri í þessum sömu buxum í sólarhring og einfaldlega klætt í hreinar buxur yfir þær óhreinu? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við að lösnu barni í ruglástandi væri ýtt einu út af leikskólanum á náttfötum og inniskóm einum saman og læst á eftir því? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við það að barnið þess væri vistað á lokaðri deild mánuðum saman, í bið eftir öðru úrræði, án þess að komast nokkurn tímann undir bert loft? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Þess ber einu sinni sem oftar að geta að þessi orð eru ekki rituð til að varpa skuld á heilbrigðisstarfsfólk eða stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Þar eru allir að gera sitt besta en stakkurinn er einfaldlega allt of þröngur. Fjölgun verkefnanna er of hröð miðað við hraða viðbragðanna. Við verðum að vita hvað frambjóðendur standa fyrir Inn í þennan veruleika og þessa baráttu stormar síðan kosningabaráttann í allri sinni dýrð. Þar heyrast sömu kunnuglegu frasarnir einu sinni sem oftar. Slagorð án raunverulegs innihalds, sum óhugnanlegri en önnur. Hægri og vinstri pólarnir hafa enn sem fyrr dustað rykið af öfgunum í báðar áttir án þess að vilja viðurkenna þá staðreynd að sannleikurinn er oftast ekki svona hraðsoðinn og einfaldur. Að farsælast er að sýna auðmýkt og hlusta á þá sem raunverulega halda þessu kerfi á floti og eru með alla þá þekkingu sem til þarf til að leiða það á farsælari brautir. Fólk rífst í fjölmiðlum og keppnin virðist aðallega snúast um hver er duglegri að gjamma fram í fyrir hinum. Fólk kastar fram alls konar staðhæfingum sem stangast á og það skortir mjög á rýni á því hver fer með rétt mál og hver ekki. Hér mættu fjölmiðlar gjarnan veita meira aðhald og vera hlutlaus aðili á bandi kjósenda. Hin hliðin á kosningabaráttunni eru síðan léttu strengirnir, Tik Tok myndböndin og annað glaðhlakkalegt grín og glens. Að sjálfsögðu er skilningur fyrir því að þetta sé tól í verkfærakistu frambjóðenda til að höfða betur til kjósenda. En hvaða verkefni eru það sem þetta fólk er að sækjast eftir að vinna? Stjórna landinu á mjög krefjandi tímum. Gera okkur heilbrigðisstarfsfólki kleift að vinna vinnuna okkar með sóma og af stolti og veita öllum íbúum þessa lands þá vissu að þau verði gripin ef og þegar þau veikjast, slasast, missa færni, þurfa hjálp. Að í slíkum tilvikum hefjist ekki löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kerfið ofan á allt annað. Að þegar maður er orðinn gamall og sárlasinn þurfi maður ekki að bíða dögum saman í 9 manna gluggalausu herbergi á bráðamóttökunni, þar sem veitt er sólarhrings bráðaþjónusta og erillinn stöðugur. Nái sér kannski aldrei eftir það. Að ef maður er svo óheppinn að mjaðmarbrotna þurfi maður ekki að bíða kvalinn af verkjum í allt að viku eftir bráðaaðgerð af því að það er ekki til pláss á deild vegna stöðugs útskriftarvanda. Ekkert af þessu er fyndið eða krefst eitthvað sérstaklega fyndins eða skemmtilegs fólks til að leysa. Við þurfum fólk sem getur gefið okkur raunhæf loforð um úrbætur og staðið við þau. Fólk sem tekur verkefninu eins alvarlega og við. Því vil ég biðja alla aðila baráttunnar um að gera betur fyrir fólkið í landinu. Gefa okkur heiðarleg og skýr skilaboð um framtíðina undir ykkar stjórn. Hætta blekkingum, minnka gjammið og grínið og tala af virðingu og af alvöru. Gerum sömu kröfur um fagmennsku á Alþingi Íslendinga og við gerum annars staðar í samfélaginu. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Steinunn Þórðardóttir Landspítalinn Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna. Verkföll lækna eru yfirvofandi og staðan grafalvarleg. Læknar hafa árum saman talað fyrir lausnum sem bætt gætu stöðuna í heilbrigðisþjónustunni. Þessar ábendingar hafa margar fengið hlustun og skilning en úrbæturnar ganga mun hægar en hratt vaxandi vandi kerfisins. Þessi vandi helgast af mörgu, m.a. mjög hraðri fjölgun íbúa landsins og fjölgun í elstu aldurshópunum, sem er úr öllum takti við fjölda sérfræðilækna og uppbyggingu innviða kerfisins. Stöðugildum sérfræðilækna á Landspítalanum hefur t.a.m. heldur fækkað á undanförnum árum og sérfræðingum á stofu fækkaði einnig, þar til alveg nýlega þegar Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu loksins samninga við síðarnefnda hópinn. Heimilislæknar þyrftu að vera helmingi fleiri en þeir eru í dag til að læknamönnun heilsugæslunnar teljist fullnægjandi, sem veldur enn meira álagi m.a. á bráðamóttökuna, þann stað kerfisins sem ekki getur sett ásókninni nein mörk þegar aðra innviði skortir, jafnvel þótt taka þurfi sjúkrabílabílskúrinn undir sjúklinga því gangarnir og biðstofurnar eru stappaðar. Ef heilbrigðiskerfið væri leikskóli væri löngu búið að loka honum. Hvaða foreldri myndi t.d. sætta sig við að barn sem misst hefur þvag og hægðir í buxurnar væri í þessum sömu buxum í sólarhring og einfaldlega klætt í hreinar buxur yfir þær óhreinu? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við að lösnu barni í ruglástandi væri ýtt einu út af leikskólanum á náttfötum og inniskóm einum saman og læst á eftir því? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við það að barnið þess væri vistað á lokaðri deild mánuðum saman, í bið eftir öðru úrræði, án þess að komast nokkurn tímann undir bert loft? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Þess ber einu sinni sem oftar að geta að þessi orð eru ekki rituð til að varpa skuld á heilbrigðisstarfsfólk eða stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Þar eru allir að gera sitt besta en stakkurinn er einfaldlega allt of þröngur. Fjölgun verkefnanna er of hröð miðað við hraða viðbragðanna. Við verðum að vita hvað frambjóðendur standa fyrir Inn í þennan veruleika og þessa baráttu stormar síðan kosningabaráttann í allri sinni dýrð. Þar heyrast sömu kunnuglegu frasarnir einu sinni sem oftar. Slagorð án raunverulegs innihalds, sum óhugnanlegri en önnur. Hægri og vinstri pólarnir hafa enn sem fyrr dustað rykið af öfgunum í báðar áttir án þess að vilja viðurkenna þá staðreynd að sannleikurinn er oftast ekki svona hraðsoðinn og einfaldur. Að farsælast er að sýna auðmýkt og hlusta á þá sem raunverulega halda þessu kerfi á floti og eru með alla þá þekkingu sem til þarf til að leiða það á farsælari brautir. Fólk rífst í fjölmiðlum og keppnin virðist aðallega snúast um hver er duglegri að gjamma fram í fyrir hinum. Fólk kastar fram alls konar staðhæfingum sem stangast á og það skortir mjög á rýni á því hver fer með rétt mál og hver ekki. Hér mættu fjölmiðlar gjarnan veita meira aðhald og vera hlutlaus aðili á bandi kjósenda. Hin hliðin á kosningabaráttunni eru síðan léttu strengirnir, Tik Tok myndböndin og annað glaðhlakkalegt grín og glens. Að sjálfsögðu er skilningur fyrir því að þetta sé tól í verkfærakistu frambjóðenda til að höfða betur til kjósenda. En hvaða verkefni eru það sem þetta fólk er að sækjast eftir að vinna? Stjórna landinu á mjög krefjandi tímum. Gera okkur heilbrigðisstarfsfólki kleift að vinna vinnuna okkar með sóma og af stolti og veita öllum íbúum þessa lands þá vissu að þau verði gripin ef og þegar þau veikjast, slasast, missa færni, þurfa hjálp. Að í slíkum tilvikum hefjist ekki löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kerfið ofan á allt annað. Að þegar maður er orðinn gamall og sárlasinn þurfi maður ekki að bíða dögum saman í 9 manna gluggalausu herbergi á bráðamóttökunni, þar sem veitt er sólarhrings bráðaþjónusta og erillinn stöðugur. Nái sér kannski aldrei eftir það. Að ef maður er svo óheppinn að mjaðmarbrotna þurfi maður ekki að bíða kvalinn af verkjum í allt að viku eftir bráðaaðgerð af því að það er ekki til pláss á deild vegna stöðugs útskriftarvanda. Ekkert af þessu er fyndið eða krefst eitthvað sérstaklega fyndins eða skemmtilegs fólks til að leysa. Við þurfum fólk sem getur gefið okkur raunhæf loforð um úrbætur og staðið við þau. Fólk sem tekur verkefninu eins alvarlega og við. Því vil ég biðja alla aðila baráttunnar um að gera betur fyrir fólkið í landinu. Gefa okkur heiðarleg og skýr skilaboð um framtíðina undir ykkar stjórn. Hætta blekkingum, minnka gjammið og grínið og tala af virðingu og af alvöru. Gerum sömu kröfur um fagmennsku á Alþingi Íslendinga og við gerum annars staðar í samfélaginu. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun