„Þetta var óþarflega spennandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 19:42 Thelma Dís Ágústsdóttir gerði 21 stig í kvöld Vísir/Jón Gautur Ísland vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í íslenska liðinu og var ánægð með sigurinn. „Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Sjá meira
„Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Sjá meira