„Þetta var óþarflega spennandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 19:42 Thelma Dís Ágústsdóttir gerði 21 stig í kvöld Vísir/Jón Gautur Ísland vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í íslenska liðinu og var ánægð með sigurinn. „Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
„Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira