Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 9. nóvember 2024 12:02 Frá einni nýbakaðri móður til annarrar móður: Ég held með þér og vona að það gangi allt vel. Það er þó sjaldnast alveg þannig, hvort sem það er svefnleysi, brjóstagjöfin, kveisa, erfiðleikar við þyngdaraukningu hjá litla krílinu, fæðingarþunglyndi eða hvaðeina. Allt þetta dynur á í kjölfar meðgöngu sem tekur yfir líkamann og fæðingu sem getur gengið á alla vegu. Þetta er mikið álag í bland við yndislegustu og fallegustu stundir og tilfinningar sem hægt er að finna. Á þessum tíma þurfum við að reiða okkur á stjórnvöld og þar er hægt að gera miklu betur. Mismunun gegn konum á vinnumarkaði - nauðsyn mæðraorlofs „Hvenær hættirðu svo að vinna?“ er spurning sem var svo algeng á meðgöngunni. Af hverju? Jú, því það vita öll sem vilja að það er ekki skynsamlegt að vinna fram að fæðingardegi. Mæðraorlof, einnig stundum nefnt hvíldarréttur, er réttur móður til hvíldar fjórum vikum fyrir fæðingu. Það eru 34 ár síðan það var fyrst mælt fyrir skýlausum rétti kvenna til mæðraorlofs á Alþingi, en það gerði móðir mín sem var á þingi fyrir hönd Kvennalistans 5. desember 1990. Undanfarið hefur Samfylkingin lagt fram frumvarp um mæðraorlof á Alþingi en meirihlutinn ekki tekið undir það. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk hafa lengi gert það ljóst að á meðgöngu sé ekki ráðlegt að vinna lengur en til 36 viku en full meðganga er 40 vikur (+/- 2 vikur). Þar af leiðandi þurfa barnshafandi konur að nota margar vikur af veikindarétti sínum til að hætta að vinna á heilsufarslega skynsamlegum tíma. Það er mismunun. Samkvæmt lögum er óbein mismunun skilgreind: Þegar að því er virðist hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kæmi verr við einstaklinga vegna einhverra þeirra þátta sem um getur í 1. mgr. 1. gr. (kyns, þjóðernisuppruna, trú, fötlun o.fl.) borið saman við aðra einstaklinga nema slíkt sé unnt að réttlæta á málefnalegan hátt með lögmætu markmiði og aðferðirnar til að ná þessu markmiði séu viðeigandi og nauðsynlegar. Veikindaréttur er áunninn með þátttöku á vinnumarkaði og veikindarétturinn eykst eftir því hve lengi einstaklingur tekur þátt á vinnumarkaði. Þetta gildir um öll kyn og gengur jafnt yfir alla. Þessi svokallaða jafna staða þegar kemur að veikindarétti kemur þó augljóslega verr út fyrir konur því að með hverju barni sem þær eignast, fylgir að fjórar vikur af veikindarétti þeirra eru fráteknar í meðgönguna. Ungt fólk sem hefur verið 1-5 ár á vinnumarkaði á að jafnaði 2 mánuði á ári af veikindarétti samkvæmt kjarasamningum VR og BHM. Því þurfa ungar konur að ganga á helming af sínum veikindarétti vegna barneigna, á meðan karlar þurfa aldrei að gera það af þessum ástæðum heldur eiga allan sinn veikindarétt fyrir sjúkdóma, pestir, slys og veikindi sem geta komið fyrir hvern sem er og við hugsum veikindaréttinn jú þannig almennt. Frændfólk okkar á Norðurlöndum hafa fyrir löngu lagfært þessa skekkju, til dæmis verður móðir í Noregi að taka orlof síðustu þrjár vikur fyrir áætlaðan fæðingardag barns á 100% meðaltali launa en þannig hefur það verið frá 1993, þremur árum eftir að mamma mín bar upp tillögu þess efnis í fyrsta sinn hér á landi. Greiðslur í fæðingarorlofi - kerfisbundin mismunun og þörf á hærri greiðslum Tvær mæður eru í orlofi á sama tíma, í sömu efnahagslegu aðstæðum og hafa sömu laun fyrir upphaf orlofsins, en fá ekki jafnar greiðslur frá fæðingarorlofssjóði. Af hverju? Jú, því kerfisbundin mismunun að þessu leyti var lögfest á síðasta vorþingi. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar, sem var löngu tímabært enda höfðu þær staðið óhaggaðar í 600 þúsund kr. í fimm ár þar áður. Hækkun hámarksgreiðslna er aðgerð sem er til þess fallin að auka þátttöku feðra í heimilislífi og samvistir við barn, því ef hámarksgreiðslur þróast ekki í takt við efnahagsástand eru feður og/eða tekjuhærra foreldrið ólíklegra til að nýta orlofið til þess að takmarka tekjuskerðingu heimilisins. Mismununum felst í útfærslu hækkunarinnar. Hækkunin fer fram í þremur skrefum. Fyrsta skref: Ef barn fæðist fyrir 1. janúar 2025 verða hámarksgreiðslur 700 þúsund í stað 600 þúsund krónur. Annað skref: Barn fæðist milli 1. janúar 2025 - 31. desember 2025 og þá fær foreldri 100 þúsund krónum meira, eða 800 þúsund kr. Fæðist barn hins vegar degi síðar, þ.e. 1. janúar 2026, fær það foreldri 900 þúsund krónur með þriðja skrefi hækkunarinnar. Því er staðan sú að jafnvel þó orlofin hjá þessum foreldrum standa á gott sem nákvæmlega sama tímabili og í sömu efnahagslegu og samfélagslegu aðstæðum, munar 1,2 milljón króna á greiðslunum fyrir 12 mánuða tímabil fæðingarorlofs. Í orlofinu eru heimilin því fryst í greiðsluhámarki sem á ekki við um aðra sem eru í orlofi á sama tíma. Þetta er óásættanlegt og ættu breytingar og hækkanir á greiðslum í fæðingarorlofskerfinu að ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma, rétt eins og gildir um breytingar á greiðslum í öllum öðrum öngum almannatryggingakerfisins. Það lagði Samfylkingin til, en meiri hlutinn hlustaði ekki. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi þarf nauðsynlega að hækka auk þess að halda fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum óskertum. Þá er löngu tímabært að hækka fæðingarstyrki til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar enda varla mögulegt að lifa á svo lágum greiðslum, sérstaklega í hávaxtaumhverfinu sem við búum við í dag. „En hvað ætlarðu að hafa langt á milli barna?“ Já það væri óskandi að það væri þægilegt að hafa stutt á milli barna, til dæmis í þeirri von að systkini verði náin og geti leikið saman. Kerfið gerir þetta þó alls ekki auðvelt. Af hverju? Jú, því fjárhæð greiðslna í fæðingarorlofi eru ákveðnar út frá tekjum foreldris á 12 mánaða tímabili sem hefst heilum 18 mánuðum fyrir fæðingardag barns. Þar sem enn á eftir að brúa bilið milli fæðingarolofs og dagvistunar er algengt að foreldrar teygja fæðingarorlofið yfir lengri tíma en 12 mánuði með tilheyrandi lækkun greiðslna. Þetta þýðir að þegar næsta barn kemur, t.d. 24 mánuðum eftir fæðingu elsta barnsins, verða viðmiðunartekjurnar fyrir fæðingarorlof með seinna barnið í raun skertu tekjurnar sem foreldri þurfti að búa við úr fyrra fæðingarorlofi. Semsagt, skertu tekjurnar eru skertar meira. Fæstir hafa efni á að lifa á svo mikilli tekjuskerðingu og þekki ég dæmi þess að fólk hikar við að eignast fleiri börn af þessum ástæðum. Lögfestum rétt barna til leikskólavistar og komum þróun barnabóta í fastari skorður Fljótlega eftir fæðingarorlofið þurfum við að tryggja barninu dagvistun og leikskólapláss. Það þarf að lögfesta rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum Norðurlöndum, að Íslandi undanskildu. Í því samhengi skiptir grundvallar máli að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla í lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga og það þarf því að endurskoða þau lög samtímis. Þetta er grundvallar þáttur í því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þá þarf barnabótakerfið að vera sterkt og koma þarf þróun barnabóta í fastari skorður. Það er nauðsynlegt að hækka barnabætur árlega til jafns við hækkun þrepamarka í tekjuskattskerfinu og uppfæra skerðingarmörk þannig að fjöldi heimila sem fá stuðning haldist stöðugur. Til þess að tryggja breytingar þarf að kjósa breytingar, Samfylkingin er með plan og boðar þessar breytingar. Höfundur er móðir í fæðingarorlofi með 3 mánaða gamalt barn og í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum 30. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fæðingarorlof Samfylkingin Jóna Þórey Pétursdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Frá einni nýbakaðri móður til annarrar móður: Ég held með þér og vona að það gangi allt vel. Það er þó sjaldnast alveg þannig, hvort sem það er svefnleysi, brjóstagjöfin, kveisa, erfiðleikar við þyngdaraukningu hjá litla krílinu, fæðingarþunglyndi eða hvaðeina. Allt þetta dynur á í kjölfar meðgöngu sem tekur yfir líkamann og fæðingu sem getur gengið á alla vegu. Þetta er mikið álag í bland við yndislegustu og fallegustu stundir og tilfinningar sem hægt er að finna. Á þessum tíma þurfum við að reiða okkur á stjórnvöld og þar er hægt að gera miklu betur. Mismunun gegn konum á vinnumarkaði - nauðsyn mæðraorlofs „Hvenær hættirðu svo að vinna?“ er spurning sem var svo algeng á meðgöngunni. Af hverju? Jú, því það vita öll sem vilja að það er ekki skynsamlegt að vinna fram að fæðingardegi. Mæðraorlof, einnig stundum nefnt hvíldarréttur, er réttur móður til hvíldar fjórum vikum fyrir fæðingu. Það eru 34 ár síðan það var fyrst mælt fyrir skýlausum rétti kvenna til mæðraorlofs á Alþingi, en það gerði móðir mín sem var á þingi fyrir hönd Kvennalistans 5. desember 1990. Undanfarið hefur Samfylkingin lagt fram frumvarp um mæðraorlof á Alþingi en meirihlutinn ekki tekið undir það. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk hafa lengi gert það ljóst að á meðgöngu sé ekki ráðlegt að vinna lengur en til 36 viku en full meðganga er 40 vikur (+/- 2 vikur). Þar af leiðandi þurfa barnshafandi konur að nota margar vikur af veikindarétti sínum til að hætta að vinna á heilsufarslega skynsamlegum tíma. Það er mismunun. Samkvæmt lögum er óbein mismunun skilgreind: Þegar að því er virðist hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kæmi verr við einstaklinga vegna einhverra þeirra þátta sem um getur í 1. mgr. 1. gr. (kyns, þjóðernisuppruna, trú, fötlun o.fl.) borið saman við aðra einstaklinga nema slíkt sé unnt að réttlæta á málefnalegan hátt með lögmætu markmiði og aðferðirnar til að ná þessu markmiði séu viðeigandi og nauðsynlegar. Veikindaréttur er áunninn með þátttöku á vinnumarkaði og veikindarétturinn eykst eftir því hve lengi einstaklingur tekur þátt á vinnumarkaði. Þetta gildir um öll kyn og gengur jafnt yfir alla. Þessi svokallaða jafna staða þegar kemur að veikindarétti kemur þó augljóslega verr út fyrir konur því að með hverju barni sem þær eignast, fylgir að fjórar vikur af veikindarétti þeirra eru fráteknar í meðgönguna. Ungt fólk sem hefur verið 1-5 ár á vinnumarkaði á að jafnaði 2 mánuði á ári af veikindarétti samkvæmt kjarasamningum VR og BHM. Því þurfa ungar konur að ganga á helming af sínum veikindarétti vegna barneigna, á meðan karlar þurfa aldrei að gera það af þessum ástæðum heldur eiga allan sinn veikindarétt fyrir sjúkdóma, pestir, slys og veikindi sem geta komið fyrir hvern sem er og við hugsum veikindaréttinn jú þannig almennt. Frændfólk okkar á Norðurlöndum hafa fyrir löngu lagfært þessa skekkju, til dæmis verður móðir í Noregi að taka orlof síðustu þrjár vikur fyrir áætlaðan fæðingardag barns á 100% meðaltali launa en þannig hefur það verið frá 1993, þremur árum eftir að mamma mín bar upp tillögu þess efnis í fyrsta sinn hér á landi. Greiðslur í fæðingarorlofi - kerfisbundin mismunun og þörf á hærri greiðslum Tvær mæður eru í orlofi á sama tíma, í sömu efnahagslegu aðstæðum og hafa sömu laun fyrir upphaf orlofsins, en fá ekki jafnar greiðslur frá fæðingarorlofssjóði. Af hverju? Jú, því kerfisbundin mismunun að þessu leyti var lögfest á síðasta vorþingi. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar, sem var löngu tímabært enda höfðu þær staðið óhaggaðar í 600 þúsund kr. í fimm ár þar áður. Hækkun hámarksgreiðslna er aðgerð sem er til þess fallin að auka þátttöku feðra í heimilislífi og samvistir við barn, því ef hámarksgreiðslur þróast ekki í takt við efnahagsástand eru feður og/eða tekjuhærra foreldrið ólíklegra til að nýta orlofið til þess að takmarka tekjuskerðingu heimilisins. Mismununum felst í útfærslu hækkunarinnar. Hækkunin fer fram í þremur skrefum. Fyrsta skref: Ef barn fæðist fyrir 1. janúar 2025 verða hámarksgreiðslur 700 þúsund í stað 600 þúsund krónur. Annað skref: Barn fæðist milli 1. janúar 2025 - 31. desember 2025 og þá fær foreldri 100 þúsund krónum meira, eða 800 þúsund kr. Fæðist barn hins vegar degi síðar, þ.e. 1. janúar 2026, fær það foreldri 900 þúsund krónur með þriðja skrefi hækkunarinnar. Því er staðan sú að jafnvel þó orlofin hjá þessum foreldrum standa á gott sem nákvæmlega sama tímabili og í sömu efnahagslegu og samfélagslegu aðstæðum, munar 1,2 milljón króna á greiðslunum fyrir 12 mánuða tímabil fæðingarorlofs. Í orlofinu eru heimilin því fryst í greiðsluhámarki sem á ekki við um aðra sem eru í orlofi á sama tíma. Þetta er óásættanlegt og ættu breytingar og hækkanir á greiðslum í fæðingarorlofskerfinu að ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma, rétt eins og gildir um breytingar á greiðslum í öllum öðrum öngum almannatryggingakerfisins. Það lagði Samfylkingin til, en meiri hlutinn hlustaði ekki. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi þarf nauðsynlega að hækka auk þess að halda fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum óskertum. Þá er löngu tímabært að hækka fæðingarstyrki til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar enda varla mögulegt að lifa á svo lágum greiðslum, sérstaklega í hávaxtaumhverfinu sem við búum við í dag. „En hvað ætlarðu að hafa langt á milli barna?“ Já það væri óskandi að það væri þægilegt að hafa stutt á milli barna, til dæmis í þeirri von að systkini verði náin og geti leikið saman. Kerfið gerir þetta þó alls ekki auðvelt. Af hverju? Jú, því fjárhæð greiðslna í fæðingarorlofi eru ákveðnar út frá tekjum foreldris á 12 mánaða tímabili sem hefst heilum 18 mánuðum fyrir fæðingardag barns. Þar sem enn á eftir að brúa bilið milli fæðingarolofs og dagvistunar er algengt að foreldrar teygja fæðingarorlofið yfir lengri tíma en 12 mánuði með tilheyrandi lækkun greiðslna. Þetta þýðir að þegar næsta barn kemur, t.d. 24 mánuðum eftir fæðingu elsta barnsins, verða viðmiðunartekjurnar fyrir fæðingarorlof með seinna barnið í raun skertu tekjurnar sem foreldri þurfti að búa við úr fyrra fæðingarorlofi. Semsagt, skertu tekjurnar eru skertar meira. Fæstir hafa efni á að lifa á svo mikilli tekjuskerðingu og þekki ég dæmi þess að fólk hikar við að eignast fleiri börn af þessum ástæðum. Lögfestum rétt barna til leikskólavistar og komum þróun barnabóta í fastari skorður Fljótlega eftir fæðingarorlofið þurfum við að tryggja barninu dagvistun og leikskólapláss. Það þarf að lögfesta rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum Norðurlöndum, að Íslandi undanskildu. Í því samhengi skiptir grundvallar máli að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla í lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga og það þarf því að endurskoða þau lög samtímis. Þetta er grundvallar þáttur í því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þá þarf barnabótakerfið að vera sterkt og koma þarf þróun barnabóta í fastari skorður. Það er nauðsynlegt að hækka barnabætur árlega til jafns við hækkun þrepamarka í tekjuskattskerfinu og uppfæra skerðingarmörk þannig að fjöldi heimila sem fá stuðning haldist stöðugur. Til þess að tryggja breytingar þarf að kjósa breytingar, Samfylkingin er með plan og boðar þessar breytingar. Höfundur er móðir í fæðingarorlofi með 3 mánaða gamalt barn og í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum 30. nóvember nk.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun