Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 16:07 Bjarni Benediktsson er meðal annars starfandi matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn. Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira