Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 14:32 Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun