Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. nóvember 2024 07:01 Arnór Smárason skilur sáttur við langan og farsælan feril. Hann er ekki að flýta sér að taka ákvörðun varðandi næstu skref. Vísir/Einar Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór. ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór.
ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira