Lætur reyna á minningargreinamálið Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 09:03 Reynir ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni, lögmanni hans, sem mun óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar. Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30