Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 06:53 Flestir segjast treysta Kristrúnu helst fyrir efnahagsstjórn. Vísir/Anton Brink Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi. Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira