Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. nóvember 2024 08:47 Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun