Donald Trump forseti á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Donald Trump með Melaniu eiginkonu sinni og Barron syni þeirra á sviði í Flórída. AP/Alex Brandon Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52
Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29