„Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2024 21:01 Elvar Örn Jónsson hefur verið frábær með félagsliði sínu á leiktíðinni. Getty Images/Tom Weller „Alltaf mjög gaman að koma heim, hitta strákana og spila fyrir Ísland. Það er alltaf geggjað,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta og Melsungen í Þýskalandi. Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Sjá meira
Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Sjá meira
Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti