Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Jafnréttismál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar