Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:31 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar er við kosningaeftirlit í Michigan í Bandaríkjunum. Michigan er eitt svokallaðra sveifluríkja. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00
Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent