Akademias tekur yfir rekstur Avia Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 15:45 Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Akademias Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira