Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:45 Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun