Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2024 09:03 Ísland skortir sárlega nýja og endurbætta innviði. Þörfin er svo mikil að umræðan virðist yfirleitt festast í deilum um hvað er mest aðkallandi. Lítið verður úr raunverulegum framkvæmdum. Fyrst má nefna megin akstursleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu þar sem enn er ekki búið að aðgreina akstursstefnur. Annað dæmi er Sundabraut sem velkst hefur um í kerfinu áratugum saman, kallað er eftir jarðgöngum víða um land og aðkallandi er að byggja stórar og miklar brýr yfir mörg fljót. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum samgöngubótum um allt land er óumdeilt að vegakerfið okkar er ein af lífæðum samfélagsins og í fyrri grein minni fjallaði ég um hvernig það hefur grotnað niður vegna skorts á fjárveitingum til Vegagerðarinnar. Við sem störfum í vegagerð og sinnum þessum verkefnum öllum, viðhaldi sem nýframkvæmdum, höfum áratugum saman talað fyrir stöðugleika í verkframboði, að unnið sé jafnt og þétt og að hvert verkið taki við af öðru. Stjórnmálamenn tala oftast á sömu nótum og hafa margir stóra drauma og stórfelld áform, sérlega þegar þeir eru nýteknir við völdum. En svo rennur upp ískaldur veruleikinn, það er eitthvert áfallið og það kreppir að og þá er einfaldast að skera niður í verklegum framkvæmdum. Eða hin hliðin, það er svo mikil þensla að ríkið þarf að draga saman og halda að sér höndum. Hvernig sem viðrar er sem sagt skorið niður í vegagerð og afleiðingarnar blasa nú öllum við. Síðasta ríkisstjórn gekk með þá hugmynd í maga að svokölluð PPP verkefni (samstarf einkaaðila við ríkið um byggingu mannvirkis) væri töfralausn fyrir Ísland og getur sú aðferðarfræði reynst góð í mörgum tilvikum. Við eigum eina slíka framkvæmd sem var til fyrirmyndar en það var smíði Hvalfjarðarganga sem félagið Spölur átti og rak þar til verkefnið var að fullu upp greitt og var þá skilað til ríkisins. En PPP aðferðarfræðin er að mörgu leyti flókin og að leggja af stað með rúmlega hálfkláraða hugmynd eins gert hefur verið nú í tvígang hefur ekki greitt götu þessara verkefna. Annars vegar var vegagerð um Hornafjarðarfljót sett af stað sem slíkt verkefni en endaði svo á að vera rekið með almennum fjárheimildum Vegagerðarinnar sem síðan hefur valdið einhverskonar pólitísku uppnámi. Vegna þessa hefur Vegagerðin verið látin frysta öll útboð og verktakar sitja eftir í myrkrinu um hvað er framundan. Hitt verkefnið er bygging brúar yfir Ölfusá þar sem erlendum verktökum var boðið að borði en létu sig einn af öðrum hverfa þegar skilmálar verkkaupans komu í ljós. Má þar sem dæmi nefna kröfur um fjármögnun, að áhættan af gengi krónu skyldi fylgja með í pakkanum (fjármögnun og greiðslur í íslenskum krónum en stór hluti framkvæmdakostnaðar í erlendri mynt) og notkun á íslenskum stöðlum en ekki erlendum á borð við FIDIC. Nú þarf að horfa til framtíðar og höggva á þessa hnúta. Stórverkefni á Íslandi í vegagerð verða ekki að veruleika nema við förum nýjar leiðir. Hugmynd að lausn Ég tek eftir að mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um fyrirmyndir frá Danmörku og við eigum einmitt að fara þangað til að fá góða fyrirmynd um það hvernig tækla á stór verkefni í innviðauppbyggingu. Danir stofnuðu opinbert hlutafélag árið 1991 til að halda utan um, láta byggja, eiga og reka Stórabeltis-brúna sem tengir saman Sjáland við Fjón og margir Íslendingar hafa ekið um. Verkefnið var sannkallað stórverkefni (e. megaproject) og mannvirkið stórfenglegt. Hið opinbera fyrirtæki fékk stofnfé (hlutafé) frá ríkinu, heimildir til að taka lán (með ríkisábyrgð með veði í mannvirkjum og þannig margfalt hagstæðari kjör en nokkru einkafyrirtæki byðist). Enn fremur kveða lög um félagið á um að því sé heimilt að stilla af notkunargjöld vegfarenda þannig að verkefnið borgi sig upp og því jafnframt viðhaldið. Félagið getur lengt í lánum eða greitt þau hraðar upp eftir því hvernig gengur og haldið við mannvirkinu sem Danir segja að eigi að minnsta kosti að standa og duga í 200 ár. Síðan þá hefur félagið eignast 50% í veg-, jarðganga- og brúartengingu við Svíþjóð á móti sambærilegu hlutafélagi þeirra Svía (Öresunds-verkefnið) og í dag er félagið sem heitir Sund og Bælt A/S að láta framkvæma 800 milljarða botngöng yfir til Þýskalands. Öll þessi verkefni og fleiri til eru rekin undir Sund og Bælt og notendur greiða. Félagið skilar hagnaði og greiðir jafnvel út arð til eiganda síns, danska ríkisins. Við þurfum heldur ekki að fara alla leið yfir Atlandshafið til að leita fyrirmynda. Bræður okkar og systur í Færeyjum hafa farið sömu leið. Í Færeyjum er erfitt að brúa á milli allra eyjanna þannig að þau (þessi 50.000 manna þjóð) hafa ráðist í að grafa göng og það engin smágöng. Sum þeirra með hringtorgi hundruðum metra undir sjávarmáli til að geta tengt saman fleiri byggðir. Félag þeirra Færeyinga um neðansjávargöngin (þau eru nú orðin fjögur) heitir P/F Tunnil. Hér á landi er vert að skoða þessa aðferðarfræði. Við erum ekki milljóna þjóð og það er galið að skattgreiðendur nútímans borgi, með fjárlögum örfárra ára, þau mannvirki sem koma til með að standa og nýtast næstu 200 árin. Ef við ætlum nokkru sinni að eignast Sundabraut, grafa göng um allt land og brúa Skjálfandafljót, Ölfusá og Jökulsá á Fjöllum, svo dæmi séu nefnd, þarf að fara sambærilega leið. Hér á Íslandi væri dauðafæri að fá lífeyrissjóði til liðs við félagið til dæmis með eigið fé á móti ríkinu en slíkir sjóðir eru heppilegir eigendur að mannvirkjum sem greiða sig upp á áratugum með jöfnu tekjustreymi. Þar sem ekki er næg áætluð umferð til að greiða niður mannvirkið þarf að huga að fleiri þáttum en hefjumst handa á þeim allra arðbærustu. Á sama tíma á ekki að útiloka þátttöku einkaaðila að sambærilegum verkefnum en mitt mat er að mesta sáttin muni nást með eiganda sem erum við sjálf þ.e. ríki og lífeyrissjóðir. Ég skora á alla verðandi þingmenn að kynna sér þessi mál í þaula og ekki síst verðandi innviðaráðherra. Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. og formaður Mannvirkis, félags verktaka innan Samtaka iðnaðarins. Heimildir: https://sundogbaelt.dk https://femern.com/the-tunnel/fehmarnbelt-tunnel https://www.tunnil.fo Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vegagerð Samgöngur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ísland skortir sárlega nýja og endurbætta innviði. Þörfin er svo mikil að umræðan virðist yfirleitt festast í deilum um hvað er mest aðkallandi. Lítið verður úr raunverulegum framkvæmdum. Fyrst má nefna megin akstursleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu þar sem enn er ekki búið að aðgreina akstursstefnur. Annað dæmi er Sundabraut sem velkst hefur um í kerfinu áratugum saman, kallað er eftir jarðgöngum víða um land og aðkallandi er að byggja stórar og miklar brýr yfir mörg fljót. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum samgöngubótum um allt land er óumdeilt að vegakerfið okkar er ein af lífæðum samfélagsins og í fyrri grein minni fjallaði ég um hvernig það hefur grotnað niður vegna skorts á fjárveitingum til Vegagerðarinnar. Við sem störfum í vegagerð og sinnum þessum verkefnum öllum, viðhaldi sem nýframkvæmdum, höfum áratugum saman talað fyrir stöðugleika í verkframboði, að unnið sé jafnt og þétt og að hvert verkið taki við af öðru. Stjórnmálamenn tala oftast á sömu nótum og hafa margir stóra drauma og stórfelld áform, sérlega þegar þeir eru nýteknir við völdum. En svo rennur upp ískaldur veruleikinn, það er eitthvert áfallið og það kreppir að og þá er einfaldast að skera niður í verklegum framkvæmdum. Eða hin hliðin, það er svo mikil þensla að ríkið þarf að draga saman og halda að sér höndum. Hvernig sem viðrar er sem sagt skorið niður í vegagerð og afleiðingarnar blasa nú öllum við. Síðasta ríkisstjórn gekk með þá hugmynd í maga að svokölluð PPP verkefni (samstarf einkaaðila við ríkið um byggingu mannvirkis) væri töfralausn fyrir Ísland og getur sú aðferðarfræði reynst góð í mörgum tilvikum. Við eigum eina slíka framkvæmd sem var til fyrirmyndar en það var smíði Hvalfjarðarganga sem félagið Spölur átti og rak þar til verkefnið var að fullu upp greitt og var þá skilað til ríkisins. En PPP aðferðarfræðin er að mörgu leyti flókin og að leggja af stað með rúmlega hálfkláraða hugmynd eins gert hefur verið nú í tvígang hefur ekki greitt götu þessara verkefna. Annars vegar var vegagerð um Hornafjarðarfljót sett af stað sem slíkt verkefni en endaði svo á að vera rekið með almennum fjárheimildum Vegagerðarinnar sem síðan hefur valdið einhverskonar pólitísku uppnámi. Vegna þessa hefur Vegagerðin verið látin frysta öll útboð og verktakar sitja eftir í myrkrinu um hvað er framundan. Hitt verkefnið er bygging brúar yfir Ölfusá þar sem erlendum verktökum var boðið að borði en létu sig einn af öðrum hverfa þegar skilmálar verkkaupans komu í ljós. Má þar sem dæmi nefna kröfur um fjármögnun, að áhættan af gengi krónu skyldi fylgja með í pakkanum (fjármögnun og greiðslur í íslenskum krónum en stór hluti framkvæmdakostnaðar í erlendri mynt) og notkun á íslenskum stöðlum en ekki erlendum á borð við FIDIC. Nú þarf að horfa til framtíðar og höggva á þessa hnúta. Stórverkefni á Íslandi í vegagerð verða ekki að veruleika nema við förum nýjar leiðir. Hugmynd að lausn Ég tek eftir að mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um fyrirmyndir frá Danmörku og við eigum einmitt að fara þangað til að fá góða fyrirmynd um það hvernig tækla á stór verkefni í innviðauppbyggingu. Danir stofnuðu opinbert hlutafélag árið 1991 til að halda utan um, láta byggja, eiga og reka Stórabeltis-brúna sem tengir saman Sjáland við Fjón og margir Íslendingar hafa ekið um. Verkefnið var sannkallað stórverkefni (e. megaproject) og mannvirkið stórfenglegt. Hið opinbera fyrirtæki fékk stofnfé (hlutafé) frá ríkinu, heimildir til að taka lán (með ríkisábyrgð með veði í mannvirkjum og þannig margfalt hagstæðari kjör en nokkru einkafyrirtæki byðist). Enn fremur kveða lög um félagið á um að því sé heimilt að stilla af notkunargjöld vegfarenda þannig að verkefnið borgi sig upp og því jafnframt viðhaldið. Félagið getur lengt í lánum eða greitt þau hraðar upp eftir því hvernig gengur og haldið við mannvirkinu sem Danir segja að eigi að minnsta kosti að standa og duga í 200 ár. Síðan þá hefur félagið eignast 50% í veg-, jarðganga- og brúartengingu við Svíþjóð á móti sambærilegu hlutafélagi þeirra Svía (Öresunds-verkefnið) og í dag er félagið sem heitir Sund og Bælt A/S að láta framkvæma 800 milljarða botngöng yfir til Þýskalands. Öll þessi verkefni og fleiri til eru rekin undir Sund og Bælt og notendur greiða. Félagið skilar hagnaði og greiðir jafnvel út arð til eiganda síns, danska ríkisins. Við þurfum heldur ekki að fara alla leið yfir Atlandshafið til að leita fyrirmynda. Bræður okkar og systur í Færeyjum hafa farið sömu leið. Í Færeyjum er erfitt að brúa á milli allra eyjanna þannig að þau (þessi 50.000 manna þjóð) hafa ráðist í að grafa göng og það engin smágöng. Sum þeirra með hringtorgi hundruðum metra undir sjávarmáli til að geta tengt saman fleiri byggðir. Félag þeirra Færeyinga um neðansjávargöngin (þau eru nú orðin fjögur) heitir P/F Tunnil. Hér á landi er vert að skoða þessa aðferðarfræði. Við erum ekki milljóna þjóð og það er galið að skattgreiðendur nútímans borgi, með fjárlögum örfárra ára, þau mannvirki sem koma til með að standa og nýtast næstu 200 árin. Ef við ætlum nokkru sinni að eignast Sundabraut, grafa göng um allt land og brúa Skjálfandafljót, Ölfusá og Jökulsá á Fjöllum, svo dæmi séu nefnd, þarf að fara sambærilega leið. Hér á Íslandi væri dauðafæri að fá lífeyrissjóði til liðs við félagið til dæmis með eigið fé á móti ríkinu en slíkir sjóðir eru heppilegir eigendur að mannvirkjum sem greiða sig upp á áratugum með jöfnu tekjustreymi. Þar sem ekki er næg áætluð umferð til að greiða niður mannvirkið þarf að huga að fleiri þáttum en hefjumst handa á þeim allra arðbærustu. Á sama tíma á ekki að útiloka þátttöku einkaaðila að sambærilegum verkefnum en mitt mat er að mesta sáttin muni nást með eiganda sem erum við sjálf þ.e. ríki og lífeyrissjóðir. Ég skora á alla verðandi þingmenn að kynna sér þessi mál í þaula og ekki síst verðandi innviðaráðherra. Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. og formaður Mannvirkis, félags verktaka innan Samtaka iðnaðarins. Heimildir: https://sundogbaelt.dk https://femern.com/the-tunnel/fehmarnbelt-tunnel https://www.tunnil.fo
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun