Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 4. nóvember 2024 07:02 Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar