„Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 10:58 Húsið í Fossvogi þar sem eldurinn kviknaði. Rúður brotnuðu og setja þurfti viðarplötu fyrir glugga við útidyrahurðina. Vísir Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar eldur kviknaði í raðhúsi í Fossvogi í nótt. Tveir íbúar í húsinu komust út af sjálfsdáðum en hundur heimilisins komst ekki lífs af. Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23