Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson skrifar 3. nóvember 2024 07:32 Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun