Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson skrifar 3. nóvember 2024 07:32 Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar