Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 22:03 Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar