Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:31 Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun