Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun