Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 12:15 Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar