Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 12:15 Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun