Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:32 „Það sem einkennir kosningar á Íslandi er að ýmsir flokkar virðast skyndilega detta niður á mjög einfaldar lausnir á mjög flóknum vandamálum nokkrum vikum áður en þær fara fram. Þessum lausnum er svo oft pakkað í glansandi umbúðir af markaðssérfræðingum og reynt að selja þær í skiptum fyrir atkvæði. Það getur verið ruglingslegt þegar flokkar sem hafa stýrt landinu í lengri tíma láta skyndilega eins og þeir hafi ekkert haft með stýringu á þjóðarskútunni að gera.” Svohljóðandi er inngangur að grein Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrir komandi þingkosningar. Taka má undir hvert einasta orð í inngangi greinahöfundar – gallinn er hins vegar sá að Samfylking er hvorki nýgræðingur á sviði stjórnmálanna né óspjallað stjórnmálaafl. Flokkurinn hefur farið með stjórn Reykjavíkurborgar nær óslitið í þrjá áratugi og talsverð reynsla því komin á stjórnhætti flokksins - jafnvel þó forystan reyni nú að þvo hendur sínar af fyrrum borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni. Að sigla skútunni í strand Samfylking kynnir nú kosningaáherslur af miklum móð. Flokkurinn hyggst „ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins” og ætlar að „taka til í ríkisrekstrinum”. En hefur flokkurinn trúverðugleika til að setja fram slíkar yfirlýsingar? Lítum til þess langvarandi tíma sem Samfylking hefur að mestu stýrt höfuðborginni. Gegndarlaus útgjaldavöxtur hefur einkennt rekstur borgarinnar undanliðin ár. Snemma á kjörtímabilinu benti fjármálasvið borgarinnar á þá ískyggilegu staðreynd að yfir fimm ára tímabil hafði starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 25% meðan íbúum fjölgaði aðeins um 10%. Árlega taka hátt í 700 stjórnendur þátt í stjórnendadegi borgarinnar - nokkuð skýr birtingarmynd þess vanda sem við er að etja. Raunar þurfti Samfylking að móta sérstaka stefnu utan um þann sjálfsagða hlut, að ráða ekki fólk í ónauðsynleg störf. Skuldir borgarinnar eru sérstakt áhyggjuefni en þær hafa aukist innan samstæðunnar um 30 til 35 milljarða árlega undanliðin ár. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi á dögunum sitt þriðja bréf til Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu þar sem áhyggjum er lýst af rekstri borgarinnar. Reykjavíkurborg uppfyllir aðeins tvö af sex lágmarksviðmiðum nefndarinnar fyrir rekstur sveitarfélaga og fellur þar meðal annars á viðmiðum um skuldahlutfall og skuldaviðmið. Ár eftir ár mistekst borginni jafnframt að ná eigin markmiðum um lántöku sem hlutfall af fjárfestingum. Á vakt Samfylkingarinnar hefur starfsemi Orkuveitunnar jafnframt blásið út og er nýjasta útspilið áhættufjárfesting í nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix. Samkvæmt nýbirtri fjárhagsspá Orkuveitunnar mun fjárfesting í Carbfix á árunum 2025 til 2029 nema 17,9% af heildarfjárfestingum OR, eða 40,6 milljörðum! Carbfix byggir sannarlega á stórmerkilegri tækni en frekari áhættu og fjárfestingu af rekstri félagsins þarf að koma snarlega undan ábyrgð borgarbúa og í hendur sjálfstæðra fjárfesta. Ördæmin um óráðsíu í rekstri borgarinnar eru mýmörg. Stráin í Nauthólsvík, snagarnir í Álftamýraskóla og milljóna kveðjuveisla Dags B. Eggertssonar á kostnað skattgreiðenda. Allt ber þetta að sama brunni. Virðingarleysið gagnvart skattfé borgaranna er algjört. Höfuðborgarskútan stefnir hraðbyri í strand. Að lofa miklu en efna lítið Samfylking hyggst nú ráðast í „bráðaaðgerðir” á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi spár gera ráð fyrir. Þessi loforð eru ekki ný af nálinni. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar lofaði Samfylkingin að byggðar yrðu 2.000 nýjar íbúðir árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirritaði raunar samkomulag um þetta markmið við ríkisstjórnina. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir nú á framkvæmdastigi í Reykjavik. Flokkurinn hefur því einungis náð fram tæplega 45% af markmiði sínu þetta árið - lofar miklu en efnir lítið. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag landsins og ber því ríka ábyrgð á húsnæðisvandanum. Rifjum þá upp að höfuðborgin hefur verið undir stjórn Samfylkingar nær óslitið síðustu þrjá áratugi. Um langt skeið hafa aðilar á borð við Seðlabankann, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, bent á alvarlegar afleiðingar af skortstefnu Samfylkingar í lóðamálum. Verktakar hafa jafnframt ítrekað kallað eftir fleiri byggingarhæfum lóðum svo hraða megi húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þröngsýn nálgun flokksins á húsnæðismál og ofurþéttingu hefur leitt af sér þá húsnæðiskrísu sem er okkur öllum áþreifanleg og hefur áhrif á heimilisbókhald allra landsmanna. Beint úr vösum skattgreiðenda Loks lofar Samfylkingin „jafnræði og skynsemi” í skattheimtu. Sporin hræða í þeim efnum. Útsvar í Reykjavík er nú í lögbundnu hámarki, og fasteignaskattar þeir hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar jókst raunar skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum um 675 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi. Samfylking sætti jafnframt færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Samfylking felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir Samfylking um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Lífsgæði verst í Reykjavík Samfylking hyggst nú skyndilega leysa leikskólavandann með því að „lögfesta rétt barna til leikskólavistar við tiltekinn aldur“. Flokkurinn hefur varla nokkurn trúverðugleika í málaflokknum enda fækkaði leikskóla- og daggæslurýmum í Reykjavík um 940 yfir 10 ára borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla er nú um 22 mánuðir í Reykjavík, sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða fækkun leikskóla- og daggæslurýma í Reykjavík hefur börnum á leikskólaaldri fækkað um nær 10% í borginni, en fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lífsgæði mælast verst – og fjölskyldufólk hefur hreinlega kosið með fótunum. Korter í kosningar Samfylking hyggur á aukin ríkisútgjöld og aukna skattheimtu. Um það fjalla þau umbúðalaust. Þessi fyrirheit ríma raunar stórvel við stjórnartíð flokksins í borginni. Þar hefur útgjaldasafaríið og skattheimtublætið verið síst til þess fallið að bæta líf borgaranna. Samfylking heldur hugsanlega að hún sé óspjallað stjórnmálaafl undir nýrri forystu. Raunin er hins vegar sú að aldarfjórðungur er liðinn frá stofnun flokksins. Nær allan sinn líftíma hefur Samfylking haldið um stýrið í höfuðborginni. Líkt og frambjóðandinn og pistlahöfundurinn Þórður Snær Júlíusson nefndi, geta stjórnmálaflokkar ekki lokað augunum fyrir fortíðinni og predikað patent lausnir korter í kosningar. Flokkar verða ávallt dæmdir af verkum sínum eða verkleysi. Kjósendur ættu því að kynna sér gaumgæfilega, verk Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það verður enginn yndislestur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það sem einkennir kosningar á Íslandi er að ýmsir flokkar virðast skyndilega detta niður á mjög einfaldar lausnir á mjög flóknum vandamálum nokkrum vikum áður en þær fara fram. Þessum lausnum er svo oft pakkað í glansandi umbúðir af markaðssérfræðingum og reynt að selja þær í skiptum fyrir atkvæði. Það getur verið ruglingslegt þegar flokkar sem hafa stýrt landinu í lengri tíma láta skyndilega eins og þeir hafi ekkert haft með stýringu á þjóðarskútunni að gera.” Svohljóðandi er inngangur að grein Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrir komandi þingkosningar. Taka má undir hvert einasta orð í inngangi greinahöfundar – gallinn er hins vegar sá að Samfylking er hvorki nýgræðingur á sviði stjórnmálanna né óspjallað stjórnmálaafl. Flokkurinn hefur farið með stjórn Reykjavíkurborgar nær óslitið í þrjá áratugi og talsverð reynsla því komin á stjórnhætti flokksins - jafnvel þó forystan reyni nú að þvo hendur sínar af fyrrum borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni. Að sigla skútunni í strand Samfylking kynnir nú kosningaáherslur af miklum móð. Flokkurinn hyggst „ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins” og ætlar að „taka til í ríkisrekstrinum”. En hefur flokkurinn trúverðugleika til að setja fram slíkar yfirlýsingar? Lítum til þess langvarandi tíma sem Samfylking hefur að mestu stýrt höfuðborginni. Gegndarlaus útgjaldavöxtur hefur einkennt rekstur borgarinnar undanliðin ár. Snemma á kjörtímabilinu benti fjármálasvið borgarinnar á þá ískyggilegu staðreynd að yfir fimm ára tímabil hafði starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 25% meðan íbúum fjölgaði aðeins um 10%. Árlega taka hátt í 700 stjórnendur þátt í stjórnendadegi borgarinnar - nokkuð skýr birtingarmynd þess vanda sem við er að etja. Raunar þurfti Samfylking að móta sérstaka stefnu utan um þann sjálfsagða hlut, að ráða ekki fólk í ónauðsynleg störf. Skuldir borgarinnar eru sérstakt áhyggjuefni en þær hafa aukist innan samstæðunnar um 30 til 35 milljarða árlega undanliðin ár. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi á dögunum sitt þriðja bréf til Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu þar sem áhyggjum er lýst af rekstri borgarinnar. Reykjavíkurborg uppfyllir aðeins tvö af sex lágmarksviðmiðum nefndarinnar fyrir rekstur sveitarfélaga og fellur þar meðal annars á viðmiðum um skuldahlutfall og skuldaviðmið. Ár eftir ár mistekst borginni jafnframt að ná eigin markmiðum um lántöku sem hlutfall af fjárfestingum. Á vakt Samfylkingarinnar hefur starfsemi Orkuveitunnar jafnframt blásið út og er nýjasta útspilið áhættufjárfesting í nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix. Samkvæmt nýbirtri fjárhagsspá Orkuveitunnar mun fjárfesting í Carbfix á árunum 2025 til 2029 nema 17,9% af heildarfjárfestingum OR, eða 40,6 milljörðum! Carbfix byggir sannarlega á stórmerkilegri tækni en frekari áhættu og fjárfestingu af rekstri félagsins þarf að koma snarlega undan ábyrgð borgarbúa og í hendur sjálfstæðra fjárfesta. Ördæmin um óráðsíu í rekstri borgarinnar eru mýmörg. Stráin í Nauthólsvík, snagarnir í Álftamýraskóla og milljóna kveðjuveisla Dags B. Eggertssonar á kostnað skattgreiðenda. Allt ber þetta að sama brunni. Virðingarleysið gagnvart skattfé borgaranna er algjört. Höfuðborgarskútan stefnir hraðbyri í strand. Að lofa miklu en efna lítið Samfylking hyggst nú ráðast í „bráðaaðgerðir” á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi spár gera ráð fyrir. Þessi loforð eru ekki ný af nálinni. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar lofaði Samfylkingin að byggðar yrðu 2.000 nýjar íbúðir árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirritaði raunar samkomulag um þetta markmið við ríkisstjórnina. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir nú á framkvæmdastigi í Reykjavik. Flokkurinn hefur því einungis náð fram tæplega 45% af markmiði sínu þetta árið - lofar miklu en efnir lítið. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag landsins og ber því ríka ábyrgð á húsnæðisvandanum. Rifjum þá upp að höfuðborgin hefur verið undir stjórn Samfylkingar nær óslitið síðustu þrjá áratugi. Um langt skeið hafa aðilar á borð við Seðlabankann, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, bent á alvarlegar afleiðingar af skortstefnu Samfylkingar í lóðamálum. Verktakar hafa jafnframt ítrekað kallað eftir fleiri byggingarhæfum lóðum svo hraða megi húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þröngsýn nálgun flokksins á húsnæðismál og ofurþéttingu hefur leitt af sér þá húsnæðiskrísu sem er okkur öllum áþreifanleg og hefur áhrif á heimilisbókhald allra landsmanna. Beint úr vösum skattgreiðenda Loks lofar Samfylkingin „jafnræði og skynsemi” í skattheimtu. Sporin hræða í þeim efnum. Útsvar í Reykjavík er nú í lögbundnu hámarki, og fasteignaskattar þeir hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar jókst raunar skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum um 675 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi. Samfylking sætti jafnframt færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Samfylking felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir Samfylking um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Lífsgæði verst í Reykjavík Samfylking hyggst nú skyndilega leysa leikskólavandann með því að „lögfesta rétt barna til leikskólavistar við tiltekinn aldur“. Flokkurinn hefur varla nokkurn trúverðugleika í málaflokknum enda fækkaði leikskóla- og daggæslurýmum í Reykjavík um 940 yfir 10 ára borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla er nú um 22 mánuðir í Reykjavík, sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða fækkun leikskóla- og daggæslurýma í Reykjavík hefur börnum á leikskólaaldri fækkað um nær 10% í borginni, en fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lífsgæði mælast verst – og fjölskyldufólk hefur hreinlega kosið með fótunum. Korter í kosningar Samfylking hyggur á aukin ríkisútgjöld og aukna skattheimtu. Um það fjalla þau umbúðalaust. Þessi fyrirheit ríma raunar stórvel við stjórnartíð flokksins í borginni. Þar hefur útgjaldasafaríið og skattheimtublætið verið síst til þess fallið að bæta líf borgaranna. Samfylking heldur hugsanlega að hún sé óspjallað stjórnmálaafl undir nýrri forystu. Raunin er hins vegar sú að aldarfjórðungur er liðinn frá stofnun flokksins. Nær allan sinn líftíma hefur Samfylking haldið um stýrið í höfuðborginni. Líkt og frambjóðandinn og pistlahöfundurinn Þórður Snær Júlíusson nefndi, geta stjórnmálaflokkar ekki lokað augunum fyrir fortíðinni og predikað patent lausnir korter í kosningar. Flokkar verða ávallt dæmdir af verkum sínum eða verkleysi. Kjósendur ættu því að kynna sér gaumgæfilega, verk Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það verður enginn yndislestur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun